Wednesday, May 5, 2010

Í sól og sumaryl

Í tilefni af því að ég er nú komin í langþráð sumarfrí hef ég ákveðið að skapa minn eigin hugarheim á alheimsvefnum. Ég vil tileinka eldri systur minni, Hugrúnu, þetta fyrsta blogg þar sem hún hefur enn á ný horfið á vit ævintýranna til útlandanna og ég er viss um að í þetta skiptið komi hún ekki heim í bráð. Elsku Hugrún njóttu þín úti í yndislegu Berlín!
(Mynd sem ég tók af systrum mínum í Berlín síðasta sumar)

1 comment:

  1. Æj hvað þú ert sæt. Þúsund þakkir - hlakka til að fylgjast með þér elsku besta systa

    ReplyDelete