Ég er alveg miður mín! Þegar ég ætlaði að sækja myndir úr framköllun sem ég tók í Amsterdam um jólin og myndir sem ég tók á göngu upp Fimmvörðuhálsinn þá var filman tóm, þvílík synd! Þannig að ég hef ekkert ferskt að færa.Í staðinn ætla ég að smella inn myndum sem mér þykja ótrúlega fallegar og veita mér innblástur. Þessar myndir eru bæði málverk eftir symbolistann Gustav Klimt og Pre-Rafaelítann John Everett Millais og ljósmyndir eftir Guy Bourdin.



