Wednesday, May 26, 2010

Tómt

Ég er alveg miður mín! Þegar ég ætlaði að sækja myndir úr framköllun sem ég tók í Amsterdam um jólin og myndir sem ég tók á göngu upp Fimmvörðuhálsinn þá var filman tóm, þvílík synd! Þannig að ég hef ekkert ferskt að færa.
Í staðinn ætla ég að smella inn myndum sem mér þykja ótrúlega fallegar og veita mér innblástur. Þessar myndir eru bæði málverk eftir symbolistann Gustav Klimt og Pre-Rafaelítann John Everett Millais og ljósmyndir eftir Guy Bourdin.

















































































Thursday, May 6, 2010

Signý sæta









Nokkrar myndir sem ég tók af fallegu og yndislegu nýfermdu litlu systur!

Wednesday, May 5, 2010

Í sól og sumaryl

Í tilefni af því að ég er nú komin í langþráð sumarfrí hef ég ákveðið að skapa minn eigin hugarheim á alheimsvefnum. Ég vil tileinka eldri systur minni, Hugrúnu, þetta fyrsta blogg þar sem hún hefur enn á ný horfið á vit ævintýranna til útlandanna og ég er viss um að í þetta skiptið komi hún ekki heim í bráð. Elsku Hugrún njóttu þín úti í yndislegu Berlín!
(Mynd sem ég tók af systrum mínum í Berlín síðasta sumar)